Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022
Eftir miklar hækkanir á verðbréfamörkuðum undanfarin ár varð mikill viðsnúningur á árinu 2022. Óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, þróun orkumála í Evrópu, há verðbólga og ítrekaðar stýrivaxtahækkanir leiddu til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum og eignamarkaðir lækkuðu. Þessi þróun var óhagstæð fjárfestum sem endurspeglast greinilega í ávöxtun sjóðsins á árinu 2022.
Ávarp stjórnarformanns
Árið 2022 einkenndist af stórfelldum breytingum í hagkerfum heimsins og var ein helsta ástæðan fyrir því innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu, sem hófst í febrúar.
Stefnum á sjálfbærni
Brú lífeyrissjóður vill hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið með því að innleiða sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi. Það tekur fyrst og fremst til fjárfestinga sjóðsins en þar teljum við að mestu áhrifin og tækifærin liggi.
Afkoma ársins
Afkoma sjóðsins var ekki góð og endurspeglar ástand eignamarkmaða á árinu 2022. Rekstrarkostnaður sjóðsins var undir áætlun.
Ársreikningur
Stjórn Brúar samþykkti ársreikning sjóðsins fyrir árið 2022 á stjórnarfundi þann 26. apríl 2023.