Forsíða
3.2 Stærðir sjóðsins

Af­koma árs­ins

Afkoma sjóðsins var ekki góð og endurspeglar ástand eignamarkmaða á árinu 2022. Rekstrarkostnaður sjóðsins var undir áætlun.

Afkoma sjóðsins endurspeglar fyrst og fremst hversu mjög eignamarkaðir áttu undir högg að sækja á árinu, jafnt hérlendis sem erlendis. Verðbólga jókst verulega víðast hvar. Verðlækkanir voru á árinu á flestum fjármálamörkuðum, bæði fyrir hlutabréf og skuldabréf, meðal annars vegna hækkandi vaxta og verðbólgu. Afleiðingin er sú að raunávöxtun ársins var neikvæð um 12,9% og eignir sjóðsins lækkuðu um rúm 1,0% á milli ára. Rekstrarkostnaður ársins var undir áætlun. 

Fyrir langtímafjárfesti á borð við lífeyrissjóð er sem fyrr mun marktækara að líta til ávöxtunar eigna til lengri tíma en eins árs. Þannig nam raunávöxtun eigna sjóðsins að jafnaði 3,6% undanfarin tíu ár. 

Eignamarkaðir áttu undir högg að sækja á árinu, jafnt hérlendis sem erlendis

Breyting á hreinni eign

fjárhæðir í m.kr.

Breyting á hreinni eign sýnir innflæði og útflæði úr sjóðnum á árinu.

A deildV deildB deild20222021Br.
Iðgjöld15.5025.0912.69023.28321.0292.254
Lífeyrir-5.835-624-3.736-10.195-8.798-1.396
Samtals iðgjöld og lífeyrir9.6674.467-1.04613.08812.231858
Fjárfestingartekjur-12.219-2.520-1.107-15.84742.574-58.421
Fjárfestingargjöld-77-16-3-96-81-14
Samtals fjárfestingartekjur-12.295-2.536-1.111-15.94242.493-58.436
Rekstrarkostnaður-411-82-102-595-589-6
Breyting á hreinni eign-3.0391.848-2.259-3.44954.135-57.584
Nafnávöxtun-4,6%-4,6%-7,4%-4,7%14,3%
Raunávöxtun-12,8%-12,8%-15,3%-12,9%9,0%

Breyting á hreinni eign

fjárhæðir í m.kr.

Á árinu 2018 rann Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar saman við B deild sjóðsins.

Efnahagsreikningur

fjárhæðir í m.kr.

Hrein eign er það fjármagn sem sjóðurinn hefur yfir að ráða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum við sjóðfélaga, þ.e. heildareignir að frádregnum skuldum.

A deildV deildB deild20222021Br.
Eignarhlutir123.72026.0695.572155.361158.185-2.824
Skuldabréf96.05720.2408.167124.464133.241-8.777
Útlán41.1488.67021450.03139.90310.129
Samtals fjárfestingar260.92554.97913.952329.856331.328-1.472
Kröfur og aðrar eignir1.6103392442.1931.908284
Sjóður og veltiinnlán5.9041.2447247.8739.170-1.298
Samtals aðrar eignir7.5141.58396810.06511.079-1.013
Ýmsar skuldir-1.009-213-174-1.395-432-963
Hrein eign í árslok267.43056.35014.746338.526341.975-3.449

Hrein eign

fjárhæðir í m.kr.

Hrein eign sjóðsins hefur aukist um 56,4% frá árinu 2018.