Forsíða
3.8 Stærðir sjóðsins

Verð­bréf

Við ákvörðun um samsetningu eigna er litið til núverandi ávöxtunar og stefnu eignaflokka, væntanlegrar útgáfu og skráningar sem og annarra þátta sem talið er að kunni að hafa áhrif á fjárfestingarumhverfi og möguleika sjóðsins til ávöxtunar á komandi ári.

Eignum A og V deilda sjóðsins er stýrt eins og um eina deild væri að ræða og hafa þær sameiginlega fjárfestingarstefnu og eignastýringu. B deild hefur eitt eignasafn með eigin fjárfestingarstefnu en haldið er utan um hvert réttindasafn deildarinnar fyrir sig. 

Fjárfestingarstefna deildanna er samþykkt af stjórn sjóðsins fyrir hvert ár. 

Hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðir voru erfiðir á árinu 2022 og verð á flestum mörkuðum fór lækkandi

Raunávöxtun

fimm ára meðaltal

Langtímaávöxtun sjóðsins er góð en fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar lækkaði verulega vegna afkomu ársins. 

Fjárfestingareignir

eftir gjaldmiðlum

Vægi eigna í erlendri mynt sem hlutfall af heildareignum sjóðsins hefur aukist á undanförnum árum.

Fjárfestingareignir

eftir eignaflokkum

Vægi skráðra eignarhluta í félögum og sjóðum hefur aukist en samhliða hefur dregið úr skráðum skuldabréfum.

20222021202020192018
Skráðir eignarhlutir í félögum og sjóðum40,0%40,9%30,7%23,2%18,3%
Óskráðir eignarhlutir í félögum og sjóðum7,1%6,9%6,8%7,2%6,7%
Skráð skuldabréf36,8%39,1%46,5%53,2%57,9%
Óskráð skuldabréf16,1%13,1%15,3%14,8%13,7%
Bundnar bankainnstæður0,0%0,0%0,7%1,7%3,4%
Samtals100%100%100%100%100%

Eignarhlutir

fjárhæðir í m.kr.

Eignarhlutum í félögum og sjóðum er skipt eftir skráðri og óskráðri hlutabréfaeign og eftir mismunandi tegundum sjóða.
Eignir í hlutabréfasjóðum og skráðum hlutabréfum hafa aukist í samræmi við stefnu sjóðsins.

Eignarhlutir

eftir innlendum og erlendum eignum árið 2022

Á undanförnum árum hafa fjárfestingar í erlendum eignum aukist hjá sjóðnum og eru nú orðnar meira en helmingur af eignarhlutum í félögum og sjóðum.

Skuldabréf

færð á gangvirði árið 2022

Skuldabréf lánastofnana hafa hlutfallslega aukist í safni sjóðsins undanfarin ár.

Skuldabréf

færð á kaupkröfu árið 2022

Eftirspurn eftir sjóðfélagalánum hefur farið vaxandi hjá sjóðnum sem skýrir aukningu veðskuldabréfa í eignasafninu.

Verðbréfaviðskipti

fjöldi viðskipta eftir deildum

Fjöldi viðskipta á við bæði kaup og sölu verðbréfa.