Kostnaður
Kostnaði sjóðsins er skipt í rekstrarkostnað og fjárfestingargjöld.
Rekstrarkostnaður er skrifstofu- og stjórnunarkostnaður sjóðsins.
Fjárfestingargjöld eru þóknanir til fjármálafyrirtækja og skiptast þær í beinar þóknanir, sem greiddar eru samkvæmt samningum eða gjaldskrá, og óbeinar þóknanir sem koma fram í gengismun í viðskiptum eða vaxtatekjum.
Rekstrarkostnaður var undir samþykktri áætlun sjóðsins á árinu
Kostnaður
Rekstrarkostnaður hækkaði um 1,0% á milli ára og reyndist undir samþykktri áætlun sjóðsins á árinu. Fjárfestingargjöld lækkuðu um 16,0% sem skýrist af lækkunum á óbeinum þóknunum erlendra sjóða vegna mun lægri árangurstengdra þóknana.
Fjöldi stöðugilda
Síðastliðin fimm ár hefur meðalfjöldi stöðugilda haldist nánast óbreyttur eftir fjölgun á milli áranna 2017 og 2018.
Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður
Lykilhlutföll
Oft er horft á rekstrarkostnað í hlutfalli við aðrar stærðir sjóðsins eins og iðgjöld og meðalstöðu hreinnar eignar.
Bein fjárfestingargjöld
Bein fjárfestingargjöld hækka um 17,7% á árinu einkum vegna hærri kaup- og söluþóknana og umsýsluþóknana.
Óbein fjárfestingargjöld
Óbeinar þóknanir erlendra sjóða hafa hækkað mikið á síðustu árum sem er í takt við stefnu sjóðsins um stækkun eignaflokksins. Á árinu 2022 drógust þær saman vegna lækkana á árangurstengdum þóknunum.