Forsíða
2.2 Sjálfbær lífeyrissjóður

Heims­mark­mið­in

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hafa fimm meginstef, sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf, en jafnframt er lögð áhersla á þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar: hina félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu.

Öll heimsmarkmiðin eru tengd starfsemi sjóðsins með einhverjum hætti, en ákveðið var að hefja vegferðina á innleiðingu tveggja þeirra: markmiði 3 – heilsa og vellíðan og markmiði 13 – aðgerðir í loftslagsmálum.

Sjóðurinn fylgir stefnu um ábyrgar fjárfestingar þar sem leitast er eftir því að samþætta sjálfbærniviðmið og fjárfestingarákvarðanir eftir því sem kostur er. Horft er til UFS-þátta og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og tekið tillit til þeirra að því marki sem rúmast innan hlutverks og fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Heimsmarkmið 3

Áherslur í heimsmarkmiði 3 eiga vel við okkur þar sem sjóðurinn er og vill vera heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á góða andlega og líkamlega heilsu. Heilbrigðir lífshættir og vellíðan leiða af sér aukin lífsgæði og ánægðara starfsfólk.

Heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á góða andlega og líkamlega heilsu

Af hverju heimsmarkmið 3?

Við val á heimsmarkmiði 3 var sérstaklega litið til undirmarkmiðs 3.4 þar sem lögð er áhersla á að stuðla að bættu geðheilbrigði og aukinni vellíðan.

Sjóðurinn leggur ríka áherslu á heilsueflingu starfsfólks með styrkjum til heilsuræktar og notkunar á umhverfisvænum ferðamáta til og frá vinnu. Þá er starfsfólki boðið árlega upp á heilsufarsmælingu og flensusprautu. Fræðsla tengd andlegri og líkamlegri heilsu er reglulega á starfsmannafundum sjóðsins. Jafnframt hefur verið unnið markvisst að bættum samskiptum starfsfólks þannig að það tileinki sér jákvæðni og hreinskiptni sem eru lykill að heilbrigðu starfsumhverfi.

Sjóðurinn greiðir framlag til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs en hlutverk hans er að draga úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með því að stuðla að aukinni virkni og eflingu starfsgetu. Sjóðurinn er í góðu samstarfi við VIRK og geta örorkulífeyrisþegar sjóðsins notið þeirrar þjónustu sem þar er í boði.

Sjóðurinn leggur ríka áherslu á heilsueflingu starfsfólks með styrkjum til heilsuræktar

Leiðir að markmiðinu

Aðgerðir á árinu 2022Mælikvarði
Skyndihjálparnámskeið
Fjöldi fræðsluerinda tengd andlegri og líkamlegri vellíðan6
Starfsánægjukönnun4,43 af 5
Þátttaka sjóðsins í sálfræðikostnaði starfsfólks
Starfsmannaviðtöl
Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
Samskipta og siðareglur
Starfsmannahandbók
Samgöngustyrkur
Líkamsræktarstyrkur
Þáttaka í ferðakostnaði sjóðfélaga vegna viðtals hjá trúnaðarlækni
Sjóðfélagar hafa aðgang að þjónustu VIRK

Heimsmarkmið 13

Heimsmarkmið 13 er mikilvægt okkur öllum því brýnar aðgerðir í loftslagsmálum eru meðal stærstu áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og nauðsynlegur þáttur í starfsemi fyrirtækja.

Af hverju heimsmarkmið 13?

Við val á heimsmarkmiði 13 var litið til undirmarkmiðs 13.2 þar sem lögð er áhersla á að ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í stefnumótun og skipulagi. Einnig var litið til undirmarkmiðs 13.3 þar sem lögð er áhersla á umhverfisvitund og að fyrirtæki og starfsfólk leggi sitt af mörkum og bregðist við loftslagsvandanum með viðeigandi aðgerðum.

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Sjóðurinn telur mikilvægt að allir leggist á árarnar og stefnir á kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð er að þekkja og ná utan um uppruna losunar gróðurhúsalofttegunda af völdum starfsemi sjóðsins. Kolefnisspor sjóðsins fyrir árið 2022 var reiknað í umhverfisstjórnunarkerfi Klappa.

Brú lífeyrissjóður vill efla umhverfisvitund og samfélagsábyrgð innan sem utan sjóðsins og leggur sérstaka áherslu á að sú vinna verði sýnileg.

Kolefnishlutlaus fyrir árið2030

Leiðir að markmiðinu

Aðgerðir á árinu 2022Mælikvarði
SjálfbærnistefnaÍ vinnslu
Flokkunarhlutfall71%
Kolefnisjafnað100%
Fjöldi fræðsluerinda um umhverfismál2
Framkvæma mikilvægisgreininguÍ vinnslu
Flokkunarátak í október (flokkoktóber) þar sem stefnt er að ná 90% flokkunarhlutfalli.75%
Fjöldi viðskiptaferða1